Kröfðust þess að hætt verði að nota fíla sem burðardýr Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:10 Fílarnir ferja ferðamenn um kílómetra langa leið upp hæðina daglega. Vísir/EPA Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma. Indland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma.
Indland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira