Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað nýjar og hertar þvingunaraðgerðir gegn Íran. Þetta gerir hann vegna þess að Bandaríkin saka Írani um að standa að árás á olíuvinnslustöð Aramco í Sádi-Arabíu.
Forsetinn tilkynnti sömuleiðis í dag um að hann hefði skipað nýjan þjóðaröryggisráðgjafa í stað Johns Bolton, sem var rekinn í síðustu viku. Robert O'Brien tekur við stöðunni en hann hefur að undanförnu unnið sem sérstakur erindreki Trumps um samningaviðræður vegna gíslatökumála í utanríkisráðuneytinu.
Þar fékk O'Brien meðal annars það verkefni að fá bandaríska rapparann ASAP Rocky leystan úr gæsluvarðhaldi í Svíþjóð.
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi
Tengdar fréttir

Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni
Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina.

Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki
Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst.