„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 08:30 Sala hefur verið minnst um allan heim síðustu vikur vísir/getty Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert. Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert.
Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30
Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00