„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 08:30 Sala hefur verið minnst um allan heim síðustu vikur vísir/getty Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert. Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert.
Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30
Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00