Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:00 Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24