Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:28 Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Vísir/Vilhelm Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019 Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019
Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira