Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar 3. febrúar 2010 12:06 Blönduós. Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. Vegagerðin vill stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um fimmtán kílómetra með því að leggja nýjan veg, svokallaða Húnavallaleið, frá Stóru Giljá og þvert inn í miðjan Langadal, með nýrri brú á Blöndu. Við það myndi hringvegurinn hætta að liggja í gegnum Blönduós. Viðbrögð bæjarbúa voru svo sem fyrirsjáanleg. Menn voru massíft á móti, segir Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, um tóninn á íbúafundinum í gærkvöldi, sem um 50 manns sóttu. Arðsemisútreikningar benda til að þessi stytting sé ein arðbærasta framkvæmd sem unnt er að ráðast í hérlendis en Valgarður segir Blönduósbúa efast um þá útreikninga. Bæjarstjórnin áformar að taka erindi Vegagerðarinnar fyrir í næstu viku og þykir einsýnt hvernig það verður afgreitt. Valgarður veit ekki um neinn bæjarfulltrúa sem styður málið. Þar sem aðeins lítill hluti hins áformaða vegar er hugsaður í lögsagnarumdæmi Blönduóss verða Blönduóssbúar líka að treysta á það að nágrannasveitarfélagið Húnavatnshreppur hafni veginum sömuleiðis. Þótt íbúafundur þar hafi ályktað gegn veginum í fyrrakvöld er óvíst að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafni erindi Vegagerðarinnar en hún afgreiddi málið ekki á fundi í gær heldur ákvað að skoða það betur. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. Vegagerðin vill stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um fimmtán kílómetra með því að leggja nýjan veg, svokallaða Húnavallaleið, frá Stóru Giljá og þvert inn í miðjan Langadal, með nýrri brú á Blöndu. Við það myndi hringvegurinn hætta að liggja í gegnum Blönduós. Viðbrögð bæjarbúa voru svo sem fyrirsjáanleg. Menn voru massíft á móti, segir Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, um tóninn á íbúafundinum í gærkvöldi, sem um 50 manns sóttu. Arðsemisútreikningar benda til að þessi stytting sé ein arðbærasta framkvæmd sem unnt er að ráðast í hérlendis en Valgarður segir Blönduósbúa efast um þá útreikninga. Bæjarstjórnin áformar að taka erindi Vegagerðarinnar fyrir í næstu viku og þykir einsýnt hvernig það verður afgreitt. Valgarður veit ekki um neinn bæjarfulltrúa sem styður málið. Þar sem aðeins lítill hluti hins áformaða vegar er hugsaður í lögsagnarumdæmi Blönduóss verða Blönduóssbúar líka að treysta á það að nágrannasveitarfélagið Húnavatnshreppur hafni veginum sömuleiðis. Þótt íbúafundur þar hafi ályktað gegn veginum í fyrrakvöld er óvíst að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafni erindi Vegagerðarinnar en hún afgreiddi málið ekki á fundi í gær heldur ákvað að skoða það betur.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira