Hætt við styttingu hringvegar Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2012 11:00 Blönduós Sveitarstjórnarmenn hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu hringvegarins sem fært hefði bæði Blönduós og Varmahlíð úr alfaraleið hringvegarins um landið. Fréttablaðið/Valli Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu hringvegarins í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. „Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna,“ segir í bréfi sem Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði viðkomandi sveitarfélögum síðasta þriðjudag. Í bréfi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði vegamálastjóra, dagsettu 13. apríl síðastliðinn, óskar hann eftir því að Vegagerðin sendi sveitarfélögunum bréf. „Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðuneytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir Ögmundur í bréfinu. Hann vísar til fyrri samskipta við sveitarfélögin í kjölfar skoðanaskipta á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra [SSNV] í ágúst. „Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitarfélögin óski sjálf eftir því,“ segir hann í bréfi til SSNV í lok nóvember í fyrra. Sveitarfélögin á svæðinu hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu þjóðvegarins. Í þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins með lagningu nýs vegar á Svínavatnsleið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar ásamt þingmönnum fleiri flokka lagði fram á þingi fyrir áramót, er bent á að þjóðhagslegur ávinningur væri af því að stytta leiðina. „Lagning Svínavatnsleiðar mun, auk styttri akstursleiðar og þar með minni aksturs, skemmri aksturstíma og minni losunar mengandi efna, án efa leiða til aukins umferðaröryggis, minni kostnaðar fyrir ökumenn, og minni flutningskostnaðar svo og fjölbreyttara leiðavals ökumanna,“ segir í greinargerðinni. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu hringvegarins í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. „Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna,“ segir í bréfi sem Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði viðkomandi sveitarfélögum síðasta þriðjudag. Í bréfi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði vegamálastjóra, dagsettu 13. apríl síðastliðinn, óskar hann eftir því að Vegagerðin sendi sveitarfélögunum bréf. „Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðuneytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir Ögmundur í bréfinu. Hann vísar til fyrri samskipta við sveitarfélögin í kjölfar skoðanaskipta á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra [SSNV] í ágúst. „Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitarfélögin óski sjálf eftir því,“ segir hann í bréfi til SSNV í lok nóvember í fyrra. Sveitarfélögin á svæðinu hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu þjóðvegarins. Í þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins með lagningu nýs vegar á Svínavatnsleið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar ásamt þingmönnum fleiri flokka lagði fram á þingi fyrir áramót, er bent á að þjóðhagslegur ávinningur væri af því að stytta leiðina. „Lagning Svínavatnsleiðar mun, auk styttri akstursleiðar og þar með minni aksturs, skemmri aksturstíma og minni losunar mengandi efna, án efa leiða til aukins umferðaröryggis, minni kostnaðar fyrir ökumenn, og minni flutningskostnaðar svo og fjölbreyttara leiðavals ökumanna,“ segir í greinargerðinni.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira