Hætt við styttingu hringvegar Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2012 11:00 Blönduós Sveitarstjórnarmenn hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu hringvegarins sem fært hefði bæði Blönduós og Varmahlíð úr alfaraleið hringvegarins um landið. Fréttablaðið/Valli Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu hringvegarins í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. „Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna,“ segir í bréfi sem Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði viðkomandi sveitarfélögum síðasta þriðjudag. Í bréfi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði vegamálastjóra, dagsettu 13. apríl síðastliðinn, óskar hann eftir því að Vegagerðin sendi sveitarfélögunum bréf. „Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðuneytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir Ögmundur í bréfinu. Hann vísar til fyrri samskipta við sveitarfélögin í kjölfar skoðanaskipta á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra [SSNV] í ágúst. „Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitarfélögin óski sjálf eftir því,“ segir hann í bréfi til SSNV í lok nóvember í fyrra. Sveitarfélögin á svæðinu hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu þjóðvegarins. Í þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins með lagningu nýs vegar á Svínavatnsleið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar ásamt þingmönnum fleiri flokka lagði fram á þingi fyrir áramót, er bent á að þjóðhagslegur ávinningur væri af því að stytta leiðina. „Lagning Svínavatnsleiðar mun, auk styttri akstursleiðar og þar með minni aksturs, skemmri aksturstíma og minni losunar mengandi efna, án efa leiða til aukins umferðaröryggis, minni kostnaðar fyrir ökumenn, og minni flutningskostnaðar svo og fjölbreyttara leiðavals ökumanna,“ segir í greinargerðinni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu hringvegarins í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. „Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna,“ segir í bréfi sem Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði viðkomandi sveitarfélögum síðasta þriðjudag. Í bréfi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði vegamálastjóra, dagsettu 13. apríl síðastliðinn, óskar hann eftir því að Vegagerðin sendi sveitarfélögunum bréf. „Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðuneytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir Ögmundur í bréfinu. Hann vísar til fyrri samskipta við sveitarfélögin í kjölfar skoðanaskipta á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra [SSNV] í ágúst. „Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitarfélögin óski sjálf eftir því,“ segir hann í bréfi til SSNV í lok nóvember í fyrra. Sveitarfélögin á svæðinu hafa mótmælt harðlega hugmyndum um styttingu þjóðvegarins. Í þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins með lagningu nýs vegar á Svínavatnsleið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar ásamt þingmönnum fleiri flokka lagði fram á þingi fyrir áramót, er bent á að þjóðhagslegur ávinningur væri af því að stytta leiðina. „Lagning Svínavatnsleiðar mun, auk styttri akstursleiðar og þar með minni aksturs, skemmri aksturstíma og minni losunar mengandi efna, án efa leiða til aukins umferðaröryggis, minni kostnaðar fyrir ökumenn, og minni flutningskostnaðar svo og fjölbreyttara leiðavals ökumanna,“ segir í greinargerðinni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira