Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2019 20:44 Hanna Rósa Sveinsdóttir er formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30