Innlent

Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar

Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur.
Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur. MYND/Netið

Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar.

Fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu að friðlýst svæði Hrauns í Öxnádal mun ná yfir 2.286 hektara jarðarinnar en markmið friðlýsingunnar er að vernda svæðið til útivstar, náttúruskoðunar og fræðslu. Þá kemur einnig fram að verndargildi svæðisins tengist bókmenntaarfi þjóðarinnar, en þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson.

Arnarnesstrýtur eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útlit og lögun ásamt lífríki, þar með talin örveruvistkerfi



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×