Lífið

Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri

Kristján Már Unnarsson skrifar
Pabbinn Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá í Öxnadal
Pabbinn Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá í Öxnadal Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. 

„Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 

Sjá einnig: Rýr heyfengur á Norðurlandi vegna þurrka og kulda

Horft heim til Hrauns. Öxnadalsá í forgrunni. Yfir gnæfir Hraundrangi. Traktor frá bænum Auðnum í heyskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Fjallað verður um mannlíf í Öxnadal í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld.

Kýrnar eru aðalbústofninn en Öxndælir halda enn tryggð við sauðféð og feta sig áfram í ferðaþjónustu og skógrækt.

Húsfreyjan á Auðnum, Sigríður Svavarsdóttir, heilsar upp á kvígurnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson
Við heimsækjum Hraun, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, og einnig Steinsstaði, þar sem hann ólst upp, kynnumst kynngimögnuðu friðlandinu undir Hraundranga og dulúðinni í kringum Hraunsvatn, þar sem faðir Jónasar drukknaði.

Á bæjarhlaðinu á Hrauni, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns, segir frá Jónasi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Þátturinn um Öxnadal verður sá fyrsti af þremur úr Hörgársveit en síðan fylgja þættir um Hörgárdal og Hjalteyri. 

Þátturinn um samfélagið undir Hraundranga í sveitinni „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ verður sýndur á mánudagskvöld klukkan 19.25.

Hér má sjá brot úr þættinum:


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.