Fjöldamorðinginn McArthur hlaut lífstíðardóm Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 18:35 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hlaut í dag lífstíðardóm fyrir átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC. Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur sem játaði á dögunum að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017 hefur hlotið lífstíðardóm. Dómur var kveðinn upp yfir McArthur í Toronto í Kanada í dag. McArthur sem er 67 ára getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár. Frá þessu er greint á vef NBC News.Dómarinn John McMahon sagði verknað McArthur vera merki um hreina illsku og sagði játningu morðingjans hafa hlíft kviðdómnum sem ellegar hefði þurft að þola það að sjá meira af hryllilegum sönnunargögnum málsins. McMahon sagði einnig að jafnvel þó að McArthur nái 91 árs aldri og sæki um reynslulausn séu hverfandi líkur á því að hann fengi hana.Ákærður fyrir fimm morð en játaði á sig átta McArthur starfaði sem landslagsarkitekt í Toronto og var upphaflega ákærður fyrir að hafa myrt fimm karlmenn í borginni. Þrír af þeim fimm höfðu verið reglulegir gestir í skemmtanalífi samkynhneigðra í borginni og hafði samfélag samkynhneigðra undanfarið vakið athygli á því að fjöldi manna hefðu horfið sporlaust. Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Myndband úr öryggismyndavél sýndi Andrew Kinsman stíga upp í bifreið sem rakin var til McArthur. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með McArthur og gerði meðal annars húsleit heima hjá honum.Bútaði lík mannanna niður og faldi í blómapottum Við réttarhöldin voru birtar ljósmyndir sem fundust í tölvu morðingjans, en McArthur hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að McArthur hefði brotið kynferðislega á mönnunum áður en að hann bútaði þá niður og faldi í blómapottum á lóð sinni. Lík sjö manna fundust í stórum blómapottum á lóðinni. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti. Fórnarlömb McArthur voru þeir Selim Esen, áðurnefndur Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi og Kirshna Kanagaratnam, samkvæmt CBC.
Kanada Tengdar fréttir Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Saksóknari varaði viðstadda við áður en hann fór yfir sönnunargögn í málinu. 4. febrúar 2019 23:39
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54