Sextán ákærðir fyrir að brenna stúlku lifandi sem hafði kært skólastjóra fyrir kynferðisofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 18:42 Frá mótmælum sem efnt var til eftir að stúlkan hafði verið myrt. Vísir/Getty Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu. Bangladess Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu.
Bangladess Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira