Sextán ákærðir fyrir að brenna stúlku lifandi sem hafði kært skólastjóra fyrir kynferðisofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 18:42 Frá mótmælum sem efnt var til eftir að stúlkan hafði verið myrt. Vísir/Getty Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu. Bangladess Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sextán hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir að brenna táningsstúlku til dauða sem hafði tilkynnt um kynferðisofbeldi. Nusrat Jahan Rafi var nítján ára gömul þegar steinolíu var hellt yfir hana og eldur borinn að henni á þaki íslamsks skóla sem hún sótti. Þetta gerðist 6. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að hún hafði tilkynnt um kynferðisofbeldið. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er skólastjóri skólans. Lögreglan segir skólastjórann sent skipanir úr gæsluvarðhaldi um að stúlkan yrði myrt þegar hún neitaði að draga ásakanir gegn honum til baka. Lýsir lögreglan ráðagerð skólastjórans sem nokkurs konar „hernaðaráætlun“. Málið varð valdur að miklum mótmælum í Bangladesh og beindi athygli að því hversu berskjölduð fórnarlömb kynferðisofbeldis eru. Rafi hafði farið til lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru á hendur skólastjóranum, Siraj Ud Doula, í mars síðastliðnum. 6. apríl var hún mætt í skólann til að taka síðasta prófið sitt þegar hún var lokkuð á þak skólans þar sem hópur fólks, sem huldi andlit sitt, kveikti í henni. Hafði hópurinn lagt á ráðin um að láta dauða hennar líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Rafi, sem hlaut brunasár á um 80 prósentum af líkama sínum, náði að segja frá því hvað gerðist áður en hún lést 10. apríl síðastliðinn.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir morðið hafa skekið Bangladessa. Þrátt fyrir að mótmælin hafi lognast út af þá fylgist þjóðin enn með gangi málsins í réttarkerfinu. Rafi sagði skólastjórann hafa kallað hana inn á skrifstofu sína þar sem hann snerti hana á óviðeigandi hátt. Hún hljóp út áður en hann gat gengið lengra. Hún fór ásamt fjölskyldu sinni samdægurs á lögreglustöð þar sem hún gaf skýrslu. Framburður hennar hjá lögreglu var myndaður en þar sést hún í miklu áfalli þar sem hún reynir að hylja andlit sitt með höndunum. Lögreglumaður heyrist segja að kvörtun hennar sé „ekkert stórmál“ og biður hana um að fjarlægja hendurnar frá andlitinu. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir ólöglega myndupptöku. Skólastjórinn var handtekinn sem leiddi til mótmæla þar sem lausnar hans var krafist. Lögreglan segir skólastjórann hafa verið heimsóttan í fangelsið þar sem fyrirskipaði hótanir á hendur fjölskyldu Rafi. Þegar það hafði ekki tilætlaðan árangur, þá fyrirskipaði hann að hún yrði myrt. Hópurinn sem myrti hana skipti með sér verkum, nokkrir stóðu vörð og tryggðu að enginn kæmi að þeim. Rafi var lokkuð af samnemanda sínum sem sagði henni að vinur hennar hefði orðið fyrir árás á þaki skólans. Þegar þangað var komið mætti Rafi hópnum og var henni skipað að draga ásökunina til baka og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Þegar hún neitaði því var hún bundin og kefluð áður en hún var brennd lifandi. Í sjúkrabílnum óttaðist hún um líf sitt og fékk bróður sinn til að mynda vitnisburð sinn um hvað hefði gerst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hluti af hópnum sem stóð fyrir þessu hefði verið nemendur við skólann. „Kennarinn snerti mig. Ég mun berjast gegn þessum glæp til síðasta andardráttar,“ heyrist hún segja í myndbandinu.
Bangladess Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira