Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 09:57 Trump lét móðan mása um allt milli himins og jarðar á hátt í tveggja tíma löngum fundi í gær. Vísir/EPA Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28
Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03