Klopp: Mér líkar vel við Kompany en hvernig í veröldinni er þetta ekki rautt spjald? Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 22:25 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með ákvörðun dómara leiksins, Anthony Taylor, að gefa Vincent Kompany fyrirliða Manchester City ekki rautt spjald í kvöld. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik þetta tímabilið er liðið tapaði 2-1 gegn City á Etihad-leikvanginum í kvöld en mikil harka var í leiknum og hraðinn eftir því. „Það var mikil pressa hér í dag og það var mikil ákefð í leiknum. Við vorum óheppnir í færunum okkar og óheppnari en City myndi ég segja,“ sagði Klopp við Sky Sports í leikslok. „Sane skorar og Sadio skýtur í stöngina. Það voru augnablik í leiknum þar sem þeir réðu algjörlega leiknum en við komum til baka og fengum góð færi.“ „Þetta er alltaf svona. Þú verður að nýta færin þín. Þegar Aguero skoraði var færið ekkert. Í svipuðum aðstæðum þá skoruðum við ekki. Hvorki við né City spiluðum okkar besta leik því bæði lið gerðu hvort öðru erfitt fyrir,“ en þetta var fyrsta tap Liverpool í deildinni. „Ég hef talað við strákana og sagt að þetta sé allt í lagi. Við töpuðum en það mun ske. Í kvöld er þetta ekki góð tilfinning en það er ekki stærsta vandamálið.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik er Vincent Kompany tæklaði Mohamed Salah nokkuð groddaralega. Komapny fékk einungis gult spjald fyrir og því var Klopp ekki sammála. „Mér líkar vel við Kompany en hvernig í veröldinni er þetta ekki rautt spjald? Hann er síðasti maður og ef hann hittir Salah er hann frá út tímabilið. Þetta var ekki auðvelt fyrir dómarann og kannski sá hann þetta ekki.“ „Við setjum kröfur á okkur sjálfa og við getum spilað betur en þetta. Á hinn bóginn var ákefðin mikil í leiknum og þú verður að taka því hvernig leikurinn þróast og með heppni hefði þetta getað endað 2-2 sem hefði verið frábært fyrir okkur,“ sagði Þjóðverjinn. Fótbolti Tengdar fréttir City í seilingarfjarlægð frá Liverpool eftir sigurmark Sane Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er City vann viðureign liðanna í kvöld, 2-1. Leroy Sane skoraði sigurmarkið. 3. janúar 2019 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með ákvörðun dómara leiksins, Anthony Taylor, að gefa Vincent Kompany fyrirliða Manchester City ekki rautt spjald í kvöld. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik þetta tímabilið er liðið tapaði 2-1 gegn City á Etihad-leikvanginum í kvöld en mikil harka var í leiknum og hraðinn eftir því. „Það var mikil pressa hér í dag og það var mikil ákefð í leiknum. Við vorum óheppnir í færunum okkar og óheppnari en City myndi ég segja,“ sagði Klopp við Sky Sports í leikslok. „Sane skorar og Sadio skýtur í stöngina. Það voru augnablik í leiknum þar sem þeir réðu algjörlega leiknum en við komum til baka og fengum góð færi.“ „Þetta er alltaf svona. Þú verður að nýta færin þín. Þegar Aguero skoraði var færið ekkert. Í svipuðum aðstæðum þá skoruðum við ekki. Hvorki við né City spiluðum okkar besta leik því bæði lið gerðu hvort öðru erfitt fyrir,“ en þetta var fyrsta tap Liverpool í deildinni. „Ég hef talað við strákana og sagt að þetta sé allt í lagi. Við töpuðum en það mun ske. Í kvöld er þetta ekki góð tilfinning en það er ekki stærsta vandamálið.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik er Vincent Kompany tæklaði Mohamed Salah nokkuð groddaralega. Komapny fékk einungis gult spjald fyrir og því var Klopp ekki sammála. „Mér líkar vel við Kompany en hvernig í veröldinni er þetta ekki rautt spjald? Hann er síðasti maður og ef hann hittir Salah er hann frá út tímabilið. Þetta var ekki auðvelt fyrir dómarann og kannski sá hann þetta ekki.“ „Við setjum kröfur á okkur sjálfa og við getum spilað betur en þetta. Á hinn bóginn var ákefðin mikil í leiknum og þú verður að taka því hvernig leikurinn þróast og með heppni hefði þetta getað endað 2-2 sem hefði verið frábært fyrir okkur,“ sagði Þjóðverjinn.
Fótbolti Tengdar fréttir City í seilingarfjarlægð frá Liverpool eftir sigurmark Sane Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er City vann viðureign liðanna í kvöld, 2-1. Leroy Sane skoraði sigurmarkið. 3. janúar 2019 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
City í seilingarfjarlægð frá Liverpool eftir sigurmark Sane Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er City vann viðureign liðanna í kvöld, 2-1. Leroy Sane skoraði sigurmarkið. 3. janúar 2019 21:45