Alexis Sanchez sér ekki eftir því að hafa farið í Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 07:30 Alexis Sanchez með Ole Gunnari Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira