Þingmaðurinn sem kenndi múslimum um hryðjuverkaárásina fékk egg í höfuðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 10:30 Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Vísir/ap Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu. Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
„Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31