Þingmaðurinn sem kenndi múslimum um hryðjuverkaárásina fékk egg í höfuðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 10:30 Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Vísir/ap Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu. Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31