Elskendur mætast í efstu deild á Englandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:30 Ramona Bachmann horfir blítt til kærustu sinnar Alishu Lehmann fyrir leik West Ham og Chelsea. skjáskot/bbc Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira