Elskendur mætast í efstu deild á Englandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:30 Ramona Bachmann horfir blítt til kærustu sinnar Alishu Lehmann fyrir leik West Ham og Chelsea. skjáskot/bbc Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Ramona Bachmann, einn besti leikmaður kvennafótboltans undanfarin ár, er samkynhneigð og býr í Lundúnum ásamt kærustu sinni Alishu Lehmann sem einnig er svissnesk landsliðskona og framherji eins og Bachmann. Bachmann var samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og Wolfsburg en hún gekk í raðir Chelsea á Englandi árið 2017. Á síðasta ári fékk hún svo kærustuna til sín þegar að West Ham nældi sér í Lehmann frá BSC YB Frauen í Sviss. Nú þurfa þær að mæta hvor annarri í leikjum í ensku úrvalsdeildinni og mögulega bikarnum en BBC gerði skemmtilegt innslag um kærustuparið í kringum leik West Ham og Chelsea sem fram fór í nóvember á síðasta ári.Ramona Bachmann er markavél.vísir/getty„Það er margt jákvætt við það að vera með manneskju sem gerir það sama og þú og skilur hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir Bachman sem er 28 ára, átta árum eldri en Lehmann en þær kynntust í landsliðsferð. „Hún er miklu betri en ég. Þegar að ég var ung var hún átrúnaðargoðið mitt. Hún er svakaleg góð, mjög tekknísk og fljót en ég er fljótari,“ segir Lehmann og hlær og bætir við um leikinn: „Ég er svolítið stressuð en ég held að þetta verði góður leikur. Mér mun líða mjög illa ef hún skorar.“ Svo fór að Chelsea vann leikinn, 2-0, og skoraði Ramona Bachmann bæði mörkin fyrir sitt lið. Lehmann hafði lítinn áhuga á að ræða úrslitin þegar að myndavélar BBC komu til hennar eftir leik. „Mér líður ekki vel þessa stundina. Mig langar ekki að tala um þetta,“ sagði hún.When you're in a relationship but play for rival football teams...Forwards Alisha Lehmann and Ramona Bachmann know exactly how that feels.Watch: https://t.co/129wgaUjex pic.twitter.com/daZoduKzvE— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019 Þessi tvö mörk voru tveir þriðju marka Bachmann á tímabilinu en hún er aðeins búin að skora þrjú mörk í þrettán leikjum sem telst lítið á þeim bænum. Hin tvítuga Lehmann hefur spilað vel fyrir West Ham og er með fjögur mörk í fjórtán leikjum. Bachmann kom út úr skápnum á HM 2015 í Kanada en samkynhneigð er miklu opnara umræðuefni í kvennafótbolta heldur en karlafótbolta. „Samband þeirra er ekkert ótrúlegt eða einsdæmi í kvennafótbolta,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, landsliðsþjálfari Sviss, þegar að hún var spurð út í samband framherjanna sinna í desember á síðasta ári. Innslag BBC má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira