Fjögur ár frá viðskiptaþvingunum Rússa: „Mikilvægt fyrir alla að alþjóðalög haldi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2019 20:30 Utanríkisráðherra segir að allir, og sérstaklega smáríki, eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt. Því sé óskynsamlegt að rjúfa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Mynd/Skjáskot Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira