Framlag stjórnvalda til lífskjarasamninga metið á hundrað milljarða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:51 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021. Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021.
Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03