Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 14:42 Kassym-Jomart Tokayev sór embættiseið í gær og lagði við það tækifæri til að nafni höfuðborgar landsins yrði breytt. Getty/Anadolu Agency Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan. Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan.
Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50