Bryan Singer greiðir 150 þúsund dollara vegna ásökunar um nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39