Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 20:15 Séð yfir Vík í Mýrdal. Reynisfjallsgöng þýða að hringvegurinn færist suður fyrir byggðina. Stöð 2/Einar Árnason. Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29