Harry Kane hefur ekki enn getað horft á leikinn við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 17:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum um leið og hann tekur við silfurverðlaunum. Getty/ Harriet Lander Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira