Alfreð: Ætlum að vinna þennan bikar Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. júlí 2019 21:44 Alfreð er búinn að koma Selfossi í bikarúrslit. vísir/bára Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45