Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 08:50 Forsetinn faðmaði bandaríska fánann þegar hann gekk inn á sviðið á CPAC-ráðstefnunni. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira