Nefndin hefur meðl annars í hyggju að óska eftir skjölum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Donald Trump jr., syni Trump sem og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump Organization, regnhlífarfyrirtæki viðskiptaveldis Trump.
„Við ætlum að hefja rannsókn á misbeitinu valds, spillingu og hindrun framgangs réttvísinnar,“ sagði demókratinn Jerrold Nadler sem er formaður nefndarinnar.
Eftir að demókratar náði völdum í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, í síðustu kosningum var fastlega gert ráð fyrir því að þeir myndu nýta völd sín þar til þess að hefja rannsóknir á embættisfærslum Trump, sem og aðdraganda þess að hann varð forseti.
.@GStephanopoulos: "Do you think the president obstructed justice?"
House judiciary chairman Jerry Nadler: "Yes, I do. It's very clear that the president obstructed justice" https://t.co/wfNCqwM10ypic.twitter.com/Xj02wV33Lx
— This Week (@ThisWeekABC) March 3, 2019
Máli sínu til stuðnings nefndi Nadler brottrekstur James Comey, sem gegndi embætti forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Var hann yfirumsjónarmaður rannsóknar FBI á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegum tengslum framboðs Trump við Rússa.