Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti um hádegisbilið í dag að hafa afskipti af vopnuðum manni í austurborginni. Tilkynnt var um manninn, sem sagður var vopnaður hníf og mætti lögregla á vettvang og eftir að maðurinn fannst var lagt hald á hnífa sem hann hafði meðferðis. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þá bárust lögreglu ýmisskonar tilkynningar í dag, tilkynnt var um eignaspjöll, grunsamlegar mannaferðir og þrír voru stöðvaðir í dag grunaðir um akstur undir áhrifum.
Þá var í morgunsárið tilkynnt um fjóra aðila í annarlegu ástandi í bíl í austurborginni. Allir fjórir voru handteknir, grunaðir um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Voru þeir vistaðir í fangaklefa en látnir lausir að skýrslutökum loknum.
Höfðu afskipti af manni vopnuðum eggvopni
Andri Eysteinsson skrifar
