Sonur Gary Lineker nærri því myrtur á fótboltaleik í Afríku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2019 12:00 Gary Lineker er þekktur sjónvarpsmaður. vísir/getty Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira