Herþotum grandað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent