Gömlu Liverpool-stjórarnir að hjálpa sínu gamla félagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 10:00 Roy Hodgson og Rafael Benítez. Getty/Nigel Roddis Roy Hodgson og Rafael Benítez tókst hvorugum að enda langa bið Liverpool eftir enska meistaratitlinum þegar sátu í stjórastólnum á Anfield en þeir hafa hjálpað sínu gamla félagi mikið í vetur. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool liðinu geta náð sjö stiga forskoti á toppnum í kvöld þökk sé tapi Manchester City á móti Newcastle í gær. Liverpool tekur þá á móti Leicester City á Anfield. Manchester City hefur tapað fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en allir tapleikir liðsins hafa verið í desember og janúar. Tveir af þeim allra óvæntustu hafa verið á móti Crystal Palace og Newcastle en City hefur einnig tapað fyrir Chelsea og Leicester City.December: Man City 2-3 Palace January: Newcastle 2-1 Man City pic.twitter.com/lBDbVi7dZk — B/R Football (@brfootball) January 29, 2019Það bjuggust fáir við að Crystal Palace og Newcastle gerðu eitthvað á móti Manchester City ekki síst þar sem Manchester City komst í 1-0 í báðum leikjunum. Crystal Palace vann 3-2 sigur á Manchester City á Ethiad leikvanginum tveimur dögum fyrir jól og áfallið var kannski svo mikið að liðið tapaði líka á öðrum degi jóla og þá fyrir Leicester City. Fyrir vikið náði Liverpool sjö stiga forystu á toppi deildarinnar sem City minnkaði síðan í fjögur stig með því að vinna innbyrðisleik liðanna í upphafi ársins. Manchester City hafði unnið alla leiki sína í öllum keppnum á árinu 2019 þegar liðið heimsótti Newcastle í gær og City komst í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur. Það leit því allt út fyrir öruggan sigur á liðinu í 17. sæti deildarinnar.Liverpool fans are falling in love with Rafa Benitez all over again this morninghttps://t.co/f37MGOisfi#LFCpic.twitter.com/pkhhRHTlfp — BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2019 Annað kom á daginn Newcastle snéri leiknum við með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir örugglega eina góða ræðu frá Rafael Benítez. Rafael Benítez var knattspyrnustjóri Liverpool frá 16. júní 2004 til 3. júní 2010. Hann stýrði liðinu því á sex tímabilum og liðið endaði á þeim tíma einu sinni í öðru sæti (2009) og tvisvar í þriðja sæti (2006 og 2007). Liverpool vann einnig Meistaradeildina 2005 og enska bikarinn 2006. Roy Hodgson var knattspyrnustjóri Liverpool frá 1. júlí 2010 til 8. janúar 2011 þegar hann var látinn fara og Kenny Dalglish tók við. Liverpool endaði í sjötta sæti á því tímabili, enn neðar næstu tvö tímabil á eftir (8. sæti og 7. sæti) og komst ekki aftur í Meistaradeildina fyrr en 2014-15 tímabilið. Þessi sex stig sem Manchester City tapað á móti liðum úr neðsta þriðjungi deildarinnar fara langt með að gera út um keppnina um enska meistaratitilinn í ár. Þeir Roy Hodgson og Rafael Benítez náðu því ekki að gera Liverpool að meisturum á sínum tíma en hjálpuðu til í ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00 Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00 Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Roy Hodgson og Rafael Benítez tókst hvorugum að enda langa bið Liverpool eftir enska meistaratitlinum þegar sátu í stjórastólnum á Anfield en þeir hafa hjálpað sínu gamla félagi mikið í vetur. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool liðinu geta náð sjö stiga forskoti á toppnum í kvöld þökk sé tapi Manchester City á móti Newcastle í gær. Liverpool tekur þá á móti Leicester City á Anfield. Manchester City hefur tapað fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en allir tapleikir liðsins hafa verið í desember og janúar. Tveir af þeim allra óvæntustu hafa verið á móti Crystal Palace og Newcastle en City hefur einnig tapað fyrir Chelsea og Leicester City.December: Man City 2-3 Palace January: Newcastle 2-1 Man City pic.twitter.com/lBDbVi7dZk — B/R Football (@brfootball) January 29, 2019Það bjuggust fáir við að Crystal Palace og Newcastle gerðu eitthvað á móti Manchester City ekki síst þar sem Manchester City komst í 1-0 í báðum leikjunum. Crystal Palace vann 3-2 sigur á Manchester City á Ethiad leikvanginum tveimur dögum fyrir jól og áfallið var kannski svo mikið að liðið tapaði líka á öðrum degi jóla og þá fyrir Leicester City. Fyrir vikið náði Liverpool sjö stiga forystu á toppi deildarinnar sem City minnkaði síðan í fjögur stig með því að vinna innbyrðisleik liðanna í upphafi ársins. Manchester City hafði unnið alla leiki sína í öllum keppnum á árinu 2019 þegar liðið heimsótti Newcastle í gær og City komst í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur. Það leit því allt út fyrir öruggan sigur á liðinu í 17. sæti deildarinnar.Liverpool fans are falling in love with Rafa Benitez all over again this morninghttps://t.co/f37MGOisfi#LFCpic.twitter.com/pkhhRHTlfp — BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2019 Annað kom á daginn Newcastle snéri leiknum við með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir örugglega eina góða ræðu frá Rafael Benítez. Rafael Benítez var knattspyrnustjóri Liverpool frá 16. júní 2004 til 3. júní 2010. Hann stýrði liðinu því á sex tímabilum og liðið endaði á þeim tíma einu sinni í öðru sæti (2009) og tvisvar í þriðja sæti (2006 og 2007). Liverpool vann einnig Meistaradeildina 2005 og enska bikarinn 2006. Roy Hodgson var knattspyrnustjóri Liverpool frá 1. júlí 2010 til 8. janúar 2011 þegar hann var látinn fara og Kenny Dalglish tók við. Liverpool endaði í sjötta sæti á því tímabili, enn neðar næstu tvö tímabil á eftir (8. sæti og 7. sæti) og komst ekki aftur í Meistaradeildina fyrr en 2014-15 tímabilið. Þessi sex stig sem Manchester City tapað á móti liðum úr neðsta þriðjungi deildarinnar fara langt með að gera út um keppnina um enska meistaratitilinn í ár. Þeir Roy Hodgson og Rafael Benítez náðu því ekki að gera Liverpool að meisturum á sínum tíma en hjálpuðu til í ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00 Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00 Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00
Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00
Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00