Þrír teknir af lífi í Barein eftir óréttlát réttarhöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2019 22:05 Mótmælendur halda uppi myndum af Ali Abdulghani, 18 ára gömlum stráki sem dó vegna sára sinna sem hann hlaut þegar lögregla réðst gegn mótmælendum í Barein. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Sayed Baqer AlKamel Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga. Barein Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga.
Barein Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira