Gera grín að Mohamed Salah á netinu og ekki að ástæðulausu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 16:00 Mohamed Salah í leiknum um helgina. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira