Innflutningur á malavísku tóbaki bannaður í Bandaríkjunum vegna ásakana um barnaþrælkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 23:45 Tóbaksakur í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa/AARON UFUMELI Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks. Bandaríkin Malaví Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks.
Bandaríkin Malaví Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira