Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2019 16:07 Bercow var upphaflega þingmaður Íhaldsflokksins en hefur bakað sér óvinsældir flokksins vegna framgöngu sinnar í tengslum við Brexit. Vísir/EPA John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05