Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 10:02 Skotar eru hvattir til að taka sig á þegar kemur að matarsóun. Vísir/Getty Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli. Loftslagsmál Skotland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli.
Loftslagsmál Skotland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira