Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 16:32 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41