Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:57 Pride ganga í Varsjá í Póllandi. getty/Mateusz Slodkowski Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu. Hinsegin Pólland Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu.
Hinsegin Pólland Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira