Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:57 Pride ganga í Varsjá í Póllandi. getty/Mateusz Slodkowski Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu. Hinsegin Pólland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu.
Hinsegin Pólland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira