Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 10:54 Starlink-gervitungl SpaceX skilja eftir sig langar bjartar rákir á næturhimninum á þessari mynd sem tekin var í Ungverjalandi í nóvember. Vísir/EPA Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu. Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu.
Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00