Vill að íhaldsöflin „drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 10:49 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þriðji orkupakkinn sé áminning um að hlúa þurfi að grundvallaratriðunum; innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“ Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48