Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:12 Þingmenn Miðflokksins á fundi í gær. Fundinum lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í dag. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira