„Menn náðu að halda ró sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 10:23 Rútan endaði úti í miðri Hólsá. Landsbjörg Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13