Innlent

Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyja­fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Rútan endaði úti í á.
Rútan endaði úti í á. Landsbjörg
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að rútan hafi endað út í á en ekkert ami að farþegunum 23 sem eru um borð.

„Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og þarf að selflytja farþegana með björgunarsveitarbílum úr rútunni, þeir verða fluttir í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn hefur opnað í Heimalandi.

Snarvitlaust veður er á svæðinu og fer vindur upp í 40 m/s í verstu hviðum. Í gildi er gul viðvörun frá Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Hafurshóll er merktur á kortið.Map.is
Landsbjörg

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×