Innlent

Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyja­fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Rútan endaði úti í á.
Rútan endaði úti í á. Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að rútan hafi endað út í á en ekkert ami að farþegunum 23 sem eru um borð.

„Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og þarf að selflytja farþegana með björgunarsveitarbílum úr rútunni, þeir verða fluttir í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn hefur opnað í Heimalandi.

Snarvitlaust veður er á svæðinu og fer vindur upp í 40 m/s í verstu hviðum. Í gildi er gul viðvörun frá Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Hafurshóll er merktur á kortið. Map.is
Landsbjörg

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.