Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippeyska fíkniefnasala Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 14:10 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. fbl/Ernir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00