Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippeyska fíkniefnasala Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 14:10 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. fbl/Ernir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00