Guardiola: Þurfum líklega að bæta stigametið til að vinna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:30 Pep Guardiola með Englandsbikarinn. Getty/Matthew Ashton Manchester City getur minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í eitt stig takist liðinu að vinna Newcastle United á St James’ Park í kvöld. Liverpool spilar ekki fyrr en á morgun. Leikur Newcastle og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50 í kvöld.Guardiola is hammering home the message to his #mcfc players that they’re probably going to need to be virtually flawless in their final 15 PL games if they want to retain the title. He doesn’t expect #lfc to drop many points at all https://t.co/0aCxmoTvee — James Ducker (@TelegraphDucker) January 29, 2019Lærisveinar Pep Guardiola eru fjórum stigum á eftir Liverpool þegar fimmtán umferðir eru eftir af mótinu. Guardiola sér ekki fram á það að Liverpool tapi mörgum stigum á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætir Leicester City á Anfield annað kvöld. Pep Guardiola er á því að Manchester City þurfi möguleika að vinna síðustu fimmtán leiki sína til að taka titilinn og það myndi þýða nýtt stigamet. „Það skiptir okkur ekki þannig séð máli að bæta stigametið en staðan er bara þannig að við þurfum að vinna marga leiki til að verða meistarar. Liverpool mun ekki tapa mörgum stigum og við þurfum líklega að bæta stigametið til að enda með fleiri stig en Liverpool,“ sagði Guardiola. „Ég veit ekki hvað við þurfum nákvæmlega til að vinna ensku deildina en ég er viss um að við þurfum marga sigra og sá fyrsti er á móti Newcastle. Liverpool tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að passa að vera áfram með í baráttunni,“ sagði Guardiola. Liverpool gæti komist upp með að tapa tveimur leikjum á lokakaflanum misstigi City-liðið sig í einum leik.Pep Guardiola reveals one mistake that could hand Liverpool titlehttps://t.co/Byi7NYR6TIpic.twitter.com/SZ9cBeua1Q — Mirror Football (@MirrorFootball) January 28, 2019„Áður fyrr þurfti 85, 87 eða 89 stig til að vera enskur meistari. Nú þarftu að ná í meira en 90 stig. Við þurfum að vinna alla leiki og hver leikur er einskonar úrslitaleikur fyrir okkur. Sömu sögu er síðan að segja af bikarleikjunum okkar,“ sagði Guardiola. Manchester City setur samt mun meiri pressu á Liverpool takist liðinu að vinna Newcastle í kvöld og minnka forskotið í eitt stig. „Öll lið sem ætla að vinna titilinn finna fyrir pressu og þú verður að ráða við hana. Ég veit ekki hvað þeir muni hugsa ef við minnkum forskotið í eitt stig. Ég er ekki í búningsklefanum hjá liðinu hans Jürgen,“ sagði Guardiola.Will Manchester City win the quadruple? "I know you are so generous and thank you very much guys but every time you make that comment we lose a competition!" Pep Guardiola plays down chances of @ManCity quadruple: https://t.co/h4whQcmSw4pic.twitter.com/LapFVJLaC9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 28, 2019„Allt sem við getum gert er að vinna okkar leiki og sjá til þess að þeir finni fyrir því að Manchester City sé alltaf þarna. Það er hins vegar allt annað mál að vera bara einu stigi á eftir þeim í stað þess að vera fjórum, sjö eða jafnvel tíu stigum á eftir,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Manchester City getur minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í eitt stig takist liðinu að vinna Newcastle United á St James’ Park í kvöld. Liverpool spilar ekki fyrr en á morgun. Leikur Newcastle og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50 í kvöld.Guardiola is hammering home the message to his #mcfc players that they’re probably going to need to be virtually flawless in their final 15 PL games if they want to retain the title. He doesn’t expect #lfc to drop many points at all https://t.co/0aCxmoTvee — James Ducker (@TelegraphDucker) January 29, 2019Lærisveinar Pep Guardiola eru fjórum stigum á eftir Liverpool þegar fimmtán umferðir eru eftir af mótinu. Guardiola sér ekki fram á það að Liverpool tapi mörgum stigum á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætir Leicester City á Anfield annað kvöld. Pep Guardiola er á því að Manchester City þurfi möguleika að vinna síðustu fimmtán leiki sína til að taka titilinn og það myndi þýða nýtt stigamet. „Það skiptir okkur ekki þannig séð máli að bæta stigametið en staðan er bara þannig að við þurfum að vinna marga leiki til að verða meistarar. Liverpool mun ekki tapa mörgum stigum og við þurfum líklega að bæta stigametið til að enda með fleiri stig en Liverpool,“ sagði Guardiola. „Ég veit ekki hvað við þurfum nákvæmlega til að vinna ensku deildina en ég er viss um að við þurfum marga sigra og sá fyrsti er á móti Newcastle. Liverpool tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að passa að vera áfram með í baráttunni,“ sagði Guardiola. Liverpool gæti komist upp með að tapa tveimur leikjum á lokakaflanum misstigi City-liðið sig í einum leik.Pep Guardiola reveals one mistake that could hand Liverpool titlehttps://t.co/Byi7NYR6TIpic.twitter.com/SZ9cBeua1Q — Mirror Football (@MirrorFootball) January 28, 2019„Áður fyrr þurfti 85, 87 eða 89 stig til að vera enskur meistari. Nú þarftu að ná í meira en 90 stig. Við þurfum að vinna alla leiki og hver leikur er einskonar úrslitaleikur fyrir okkur. Sömu sögu er síðan að segja af bikarleikjunum okkar,“ sagði Guardiola. Manchester City setur samt mun meiri pressu á Liverpool takist liðinu að vinna Newcastle í kvöld og minnka forskotið í eitt stig. „Öll lið sem ætla að vinna titilinn finna fyrir pressu og þú verður að ráða við hana. Ég veit ekki hvað þeir muni hugsa ef við minnkum forskotið í eitt stig. Ég er ekki í búningsklefanum hjá liðinu hans Jürgen,“ sagði Guardiola.Will Manchester City win the quadruple? "I know you are so generous and thank you very much guys but every time you make that comment we lose a competition!" Pep Guardiola plays down chances of @ManCity quadruple: https://t.co/h4whQcmSw4pic.twitter.com/LapFVJLaC9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 28, 2019„Allt sem við getum gert er að vinna okkar leiki og sjá til þess að þeir finni fyrir því að Manchester City sé alltaf þarna. Það er hins vegar allt annað mál að vera bara einu stigi á eftir þeim í stað þess að vera fjórum, sjö eða jafnvel tíu stigum á eftir,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira