Guardiola: Þurfum líklega að bæta stigametið til að vinna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:30 Pep Guardiola með Englandsbikarinn. Getty/Matthew Ashton Manchester City getur minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í eitt stig takist liðinu að vinna Newcastle United á St James’ Park í kvöld. Liverpool spilar ekki fyrr en á morgun. Leikur Newcastle og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50 í kvöld.Guardiola is hammering home the message to his #mcfc players that they’re probably going to need to be virtually flawless in their final 15 PL games if they want to retain the title. He doesn’t expect #lfc to drop many points at all https://t.co/0aCxmoTvee — James Ducker (@TelegraphDucker) January 29, 2019Lærisveinar Pep Guardiola eru fjórum stigum á eftir Liverpool þegar fimmtán umferðir eru eftir af mótinu. Guardiola sér ekki fram á það að Liverpool tapi mörgum stigum á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætir Leicester City á Anfield annað kvöld. Pep Guardiola er á því að Manchester City þurfi möguleika að vinna síðustu fimmtán leiki sína til að taka titilinn og það myndi þýða nýtt stigamet. „Það skiptir okkur ekki þannig séð máli að bæta stigametið en staðan er bara þannig að við þurfum að vinna marga leiki til að verða meistarar. Liverpool mun ekki tapa mörgum stigum og við þurfum líklega að bæta stigametið til að enda með fleiri stig en Liverpool,“ sagði Guardiola. „Ég veit ekki hvað við þurfum nákvæmlega til að vinna ensku deildina en ég er viss um að við þurfum marga sigra og sá fyrsti er á móti Newcastle. Liverpool tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að passa að vera áfram með í baráttunni,“ sagði Guardiola. Liverpool gæti komist upp með að tapa tveimur leikjum á lokakaflanum misstigi City-liðið sig í einum leik.Pep Guardiola reveals one mistake that could hand Liverpool titlehttps://t.co/Byi7NYR6TIpic.twitter.com/SZ9cBeua1Q — Mirror Football (@MirrorFootball) January 28, 2019„Áður fyrr þurfti 85, 87 eða 89 stig til að vera enskur meistari. Nú þarftu að ná í meira en 90 stig. Við þurfum að vinna alla leiki og hver leikur er einskonar úrslitaleikur fyrir okkur. Sömu sögu er síðan að segja af bikarleikjunum okkar,“ sagði Guardiola. Manchester City setur samt mun meiri pressu á Liverpool takist liðinu að vinna Newcastle í kvöld og minnka forskotið í eitt stig. „Öll lið sem ætla að vinna titilinn finna fyrir pressu og þú verður að ráða við hana. Ég veit ekki hvað þeir muni hugsa ef við minnkum forskotið í eitt stig. Ég er ekki í búningsklefanum hjá liðinu hans Jürgen,“ sagði Guardiola.Will Manchester City win the quadruple? "I know you are so generous and thank you very much guys but every time you make that comment we lose a competition!" Pep Guardiola plays down chances of @ManCity quadruple: https://t.co/h4whQcmSw4pic.twitter.com/LapFVJLaC9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 28, 2019„Allt sem við getum gert er að vinna okkar leiki og sjá til þess að þeir finni fyrir því að Manchester City sé alltaf þarna. Það er hins vegar allt annað mál að vera bara einu stigi á eftir þeim í stað þess að vera fjórum, sjö eða jafnvel tíu stigum á eftir,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Manchester City getur minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í eitt stig takist liðinu að vinna Newcastle United á St James’ Park í kvöld. Liverpool spilar ekki fyrr en á morgun. Leikur Newcastle og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50 í kvöld.Guardiola is hammering home the message to his #mcfc players that they’re probably going to need to be virtually flawless in their final 15 PL games if they want to retain the title. He doesn’t expect #lfc to drop many points at all https://t.co/0aCxmoTvee — James Ducker (@TelegraphDucker) January 29, 2019Lærisveinar Pep Guardiola eru fjórum stigum á eftir Liverpool þegar fimmtán umferðir eru eftir af mótinu. Guardiola sér ekki fram á það að Liverpool tapi mörgum stigum á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætir Leicester City á Anfield annað kvöld. Pep Guardiola er á því að Manchester City þurfi möguleika að vinna síðustu fimmtán leiki sína til að taka titilinn og það myndi þýða nýtt stigamet. „Það skiptir okkur ekki þannig séð máli að bæta stigametið en staðan er bara þannig að við þurfum að vinna marga leiki til að verða meistarar. Liverpool mun ekki tapa mörgum stigum og við þurfum líklega að bæta stigametið til að enda með fleiri stig en Liverpool,“ sagði Guardiola. „Ég veit ekki hvað við þurfum nákvæmlega til að vinna ensku deildina en ég er viss um að við þurfum marga sigra og sá fyrsti er á móti Newcastle. Liverpool tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að passa að vera áfram með í baráttunni,“ sagði Guardiola. Liverpool gæti komist upp með að tapa tveimur leikjum á lokakaflanum misstigi City-liðið sig í einum leik.Pep Guardiola reveals one mistake that could hand Liverpool titlehttps://t.co/Byi7NYR6TIpic.twitter.com/SZ9cBeua1Q — Mirror Football (@MirrorFootball) January 28, 2019„Áður fyrr þurfti 85, 87 eða 89 stig til að vera enskur meistari. Nú þarftu að ná í meira en 90 stig. Við þurfum að vinna alla leiki og hver leikur er einskonar úrslitaleikur fyrir okkur. Sömu sögu er síðan að segja af bikarleikjunum okkar,“ sagði Guardiola. Manchester City setur samt mun meiri pressu á Liverpool takist liðinu að vinna Newcastle í kvöld og minnka forskotið í eitt stig. „Öll lið sem ætla að vinna titilinn finna fyrir pressu og þú verður að ráða við hana. Ég veit ekki hvað þeir muni hugsa ef við minnkum forskotið í eitt stig. Ég er ekki í búningsklefanum hjá liðinu hans Jürgen,“ sagði Guardiola.Will Manchester City win the quadruple? "I know you are so generous and thank you very much guys but every time you make that comment we lose a competition!" Pep Guardiola plays down chances of @ManCity quadruple: https://t.co/h4whQcmSw4pic.twitter.com/LapFVJLaC9 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 28, 2019„Allt sem við getum gert er að vinna okkar leiki og sjá til þess að þeir finni fyrir því að Manchester City sé alltaf þarna. Það er hins vegar allt annað mál að vera bara einu stigi á eftir þeim í stað þess að vera fjórum, sjö eða jafnvel tíu stigum á eftir,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira