Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 08:30 Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. AP/Sue Ogrocki Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25